Back to reality
Gleðilegt nýtt ár netverjar góðir!
Það er ekki laust við að kvíði og tómleikatilfinning taki við eftir hátíðarnar þegar tengslin við raunveruleikann eru óumflýjanleg staðreynd. Ekki fleiri steikur og konfektmolar... o nei nei o svei svei. Annars voru þetta bara ágætis jól. Svaf, borðaði, át, glápti og las. Undantekning þessara jóla var þó að ég djammaði ekki neitt. Well, ég varð tipsy á gamlárs en var komin heim kl. 5. Sumir myndi kalla þetta lélega frammistöðu miðað við aldur og fyrri störf :)
Strax á mánudag verða farfuglarnir flognir til að freysta gæfunnar í Landi Tækifæranna sem og í Tjallalandi. Þeirra mun verða sárt saknað. En samt sem áður tekur nú við ansi stíft prógramm sem ætti að halda mér upptekinni. Hinn yndislegi dans hefst á mánudaginn, líka skólinn. Hann er ekki alveg jafnyndislegur en núna er þó endaspretturinn formlega hafinn: B.ed.-ritgerð komin í gang.
Tvær heimildamyndir vöktu athygli mína nú á dögunum. Önnur þeirra var um tvær gamlar konur sem voru 101 & 106 ára og höfðu ávallt lifað reglusömu og skynsömu lífi. Þær höfðu stundað heilbrigða hreyfingu alla sína tíð og hlupu enn upp og niður stigann í húsakynnum sínum. Ánægð með þær.
Hin heimildarmyndin var um íslenskt/ástralskt danspar, Karen og Adam, sem hafa unnið til ótal verðlauna á starfsferli sínum sem sakvæmisdansarar.
Ég varð svo uppnumin af seiðandi latin dönsum þeirra sem og tignarlegum ballroom dönsum að í gær hringdi ég í dansskóla og ætlaði að skrá mig í samkvæmisdans. Ég tjáði konunni að ég hefði æft samkvæmisdans sem barn og kynni nú "frumsporin" í þeim flestum og langaði bara að fara í svona "hobby-sport" hóp. Þá kom spurningin sem ég óttaðist.... "En herrann, hvað kann hann?". Ég þurfti þá að segja henni að dansherrann hefði ég engan og spurði hvort það væri nauðsyn að hafa einn slíkan. Hún sagði svo vera. "Við getum náttúrulega reynt að útvega þér herra, með því að skoða hæð og kunnáttu, og svo hvernig þið passið í dansinum.... -svo kom með áherslu- En það er að sjálfsögðu bara með "danspartner" í huga... (fliss)"
Mér fannst þetta nú reyndar bara frekar kómískt. Það var eins og það væri alveg klárt mál að hefði ég ekki danspartner þá ætti ég ekki kærasta. A lose/lose situation there:)
Að loku við fundum þó út tíma sem passaði inn í skólastundatöfluna og hina dansstundatöfluna þannig að frá og með næstu viku æfi ég salsa & mambo þar sem ekki er skylda að hafa "partner" :)
Well; So long and thanks for all the fish....
K8
Það er ekki laust við að kvíði og tómleikatilfinning taki við eftir hátíðarnar þegar tengslin við raunveruleikann eru óumflýjanleg staðreynd. Ekki fleiri steikur og konfektmolar... o nei nei o svei svei. Annars voru þetta bara ágætis jól. Svaf, borðaði, át, glápti og las. Undantekning þessara jóla var þó að ég djammaði ekki neitt. Well, ég varð tipsy á gamlárs en var komin heim kl. 5. Sumir myndi kalla þetta lélega frammistöðu miðað við aldur og fyrri störf :)
Strax á mánudag verða farfuglarnir flognir til að freysta gæfunnar í Landi Tækifæranna sem og í Tjallalandi. Þeirra mun verða sárt saknað. En samt sem áður tekur nú við ansi stíft prógramm sem ætti að halda mér upptekinni. Hinn yndislegi dans hefst á mánudaginn, líka skólinn. Hann er ekki alveg jafnyndislegur en núna er þó endaspretturinn formlega hafinn: B.ed.-ritgerð komin í gang.
Tvær heimildamyndir vöktu athygli mína nú á dögunum. Önnur þeirra var um tvær gamlar konur sem voru 101 & 106 ára og höfðu ávallt lifað reglusömu og skynsömu lífi. Þær höfðu stundað heilbrigða hreyfingu alla sína tíð og hlupu enn upp og niður stigann í húsakynnum sínum. Ánægð með þær.
Hin heimildarmyndin var um íslenskt/ástralskt danspar, Karen og Adam, sem hafa unnið til ótal verðlauna á starfsferli sínum sem sakvæmisdansarar.
Ég varð svo uppnumin af seiðandi latin dönsum þeirra sem og tignarlegum ballroom dönsum að í gær hringdi ég í dansskóla og ætlaði að skrá mig í samkvæmisdans. Ég tjáði konunni að ég hefði æft samkvæmisdans sem barn og kynni nú "frumsporin" í þeim flestum og langaði bara að fara í svona "hobby-sport" hóp. Þá kom spurningin sem ég óttaðist.... "En herrann, hvað kann hann?". Ég þurfti þá að segja henni að dansherrann hefði ég engan og spurði hvort það væri nauðsyn að hafa einn slíkan. Hún sagði svo vera. "Við getum náttúrulega reynt að útvega þér herra, með því að skoða hæð og kunnáttu, og svo hvernig þið passið í dansinum.... -svo kom með áherslu- En það er að sjálfsögðu bara með "danspartner" í huga... (fliss)"
Mér fannst þetta nú reyndar bara frekar kómískt. Það var eins og það væri alveg klárt mál að hefði ég ekki danspartner þá ætti ég ekki kærasta. A lose/lose situation there:)
Að loku við fundum þó út tíma sem passaði inn í skólastundatöfluna og hina dansstundatöfluna þannig að frá og með næstu viku æfi ég salsa & mambo þar sem ekki er skylda að hafa "partner" :)
Well; So long and thanks for all the fish....
K8
0 Comments:
Post a Comment
<< Home