Friday, December 16, 2005

Forsjálni og fyrirhyggja

Sæl verið þið!

Jú jólin eru á næsta leyti... það er víst óumflýjanlegt. Jólin eru allavega að koma og þeir sem eru kristnir halda þessa hátíð heilaga fyrir tilstilli fæðingu frelsarans fyrir 2005 árum eða svona hér um bil. Þeir sem að ekki eru kristnir njóta þessa tíma líka... hátíð ljóss og friðar, góð stund með þeim sem maður elskar og þykir vænt um, góður matur, vakað lengi, lesið mikið o.s.frv. Semsagt eitthvað fyrir alla.

Svo má náttúrlega ekki gleyma því að þetta er einstaklega góður tími fyrir kaupmanninn, e.t.v. þó betri fyrir kaupmanninn í klasanum heldur en kaupmanninn á horninu þar sem fleiri sækja í klasann sökum kuldabolans ógurlega. Svo bitnar þetta allt saman á pyngjunni. En við skulum þó muna máltakið góða "sælla er að gefa en þiggja" þannig að hverjum er ekki sama um pyngjuna?

Mér finnst alveg einstaklega leiðinlegt að versla. Fyrir utan það að finnast það leiðinlegt þá er það bara mjög erfitt fyrir mig og verð ég hin fúllyndasta ef ég þarf að dvelja meira en ca. hálftíma innan klasans án þess að það beri árangur. Svo er eins og blóðsykurinn falli því ég hressist ekki fyrr en ég fæ næringu skömmu eftir þessa þrekraun.
Hef ég því brugðið á það ráð þessi jólin að hringja í búðirnar og spyrja hvort að varan sé til sem ég hef í hyggju að kaupa. Sé hún til, hefi ég látið taka hana frá og skýst svo eins og byssukúla inn í verslunina til að ná í hana. Kemur þetta sér afbragðs vel fyrir sjálfa mig og ættingja, þ.e. ég fer ekki í fýlu og pirrast sem bitnar þá ekki á þeim sem umgangast mig :) Hefur þetta tekist svona með endæmum vel að ég hef lokið við öll jólainnkaup.

Hmmm... hvernig var þetta nú... "Ehh.. einhver hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir".
Ég keypti litla jólagjöf handa sjálfri mér :)

K8

2 Comments:

Blogger jonas said...

keyptiru litla jólagjöf handa sjálfri þér? hljómar eins og gjöf sem er ekki hægt að taka upp fyrir framan fjölskylduna... ;)

og ég skal bjóða mig fram til þess að fara með þig í smáralind og kringluna og sýna þér hvernig er hægt að eyða heilu og hálfu dögunum þar án þess að leiðast - kenna þér að meta alvöru verslunarjólastemmingu! :D

jonas@hotmail.is - be there or be square

2:48 PM  
Blogger Unknown said...

Jonas, contact me. Felicia from B'ham hoffmfel@yahoo.com

11:42 AM  

Post a Comment

<< Home