Wednesday, December 28, 2005

Viðleitni

Viðleitni skiptir miklu máli. Hvaða viðhorf við höfum til hlutanna getur skipt sköpum um hvort okkur takist tilætlanir okkar-"Hugurinn ber þig hálfa leið..."o.s.frv. Þegar kemur að áramótum strengja sumir áramótaheit. Þau eru samt sem áður flest dæmd til þess að mistakast og hefur nú þessi vitneskja verið staðfest af þjóðfélaginu með hernaðarátakinu "HÆTTUM EKKI AÐ REYKJA UM ÁRAMÓTIN!".

Ég ætla ekki að strengja áramótaheit núna á laugardaginn. Ég ætla hins vegar að breyta viðleitni minni til nokkurra hluta. Um daginn, man ekki nákvæmlega hvenær, þá bárust "geðorðin 10" inn á öll heimili á Íslandi. Allavega rataði þetta inn um lúguna hjá mér og endaði uppi á eldhúsofninum (það er sumsé ekki segull á ísskápnum). Ég gjóa stundum augunum til þessara geðorða, nú sérstaklega upp á síðkastið þegar afgangar af kræsingum eru hitaðar í örbylgjuofninum (hann er sumsé fyrir ofan ofninn). Í þessar 2 mínútur eða svo með reglubundnu millibili yfir daginn hafa þessi geðorð verið að síast smám saman inn. Ef svo leiðinlega vill til að þú, lesandi góður, hafir ekki séð þessi geðorð þá eru þau eftirfarandi:

Geðorðin 10

1) Hugsaðu jákvætt, það er léttara
2) Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
3) Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
4) Lærðu af mistökum þínum
5) Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
6) Flæktu líf þitt ekki að óþörfu
7) Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
8) Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
9) Finndu og ræktaðu hæfileika þína
10) Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast

Mér finnst þetta ágæt orð og ætla að sýna viðleitni til að fara eftir þeim á nýju ári.

K8

4 Comments:

Blogger jonas said...

já. snýst þetta alltaf um að bæta sig? en til þess að maður geti alltaf bæta sig verður maður reglulega að klúðra hlutunum... you can´t have one without the other. right?

11:35 PM  
Blogger Katrín said...

Já, ég tel allavega mikilvægt að bæta sig til að þroski og framrþóun e-s konar nái fram að ganga. Það þarf ekki endilega að klúðra hlutum til að þetta eigi sér stað.... Kíkjum t.a.m. bara á stigbreytinguna:

Gott-betra-best :)

K8

10:36 AM  
Blogger jonas said...

já það er næstum rétt - því oftast áttu lokaorðið!

11:06 AM  
Blogger Katrín said...

Plu :)

9:47 PM  

Post a Comment

<< Home