Gaman að þessu
Kæru Netverjar!
Ég var stödd í teiti um daginn þegar ég var kynnt fyrir skemmtilegri ungri konu. Hún var lífleg og við áttum hresst og gott spjall saman. Við vorum búnar að tala saman í dágóðan tíma þegar hún segir við mig að hún lesi bloggið mitt. (Nú veit þessi manneskja eflaust að ég sé að tala um sig). Ég roðnaði. Ég roðnaði alveg ótrúlega mikið. Reyndar þarf ofboðslega lítið til að láta mig roðna en mér þótti þetta samt afar skemmtilegt. Sérstaklega í ljósi þess að ég skrifaði einhvern tímann um það hvað það væri fyndið að maður gæti lesið hina og þessa án þess að þeir hefðu hugmynd um það.
Ég vildi að fleiri gerðu þetta- þ.e. að ganga upp að einhverjum í lifanda lífi sem þeir "lesa" hérna í Netheimum og eiga samtal við þá. Það getur verið mjög áhugavert. Ég er allavega meira en til í að tala við einhvern sem hefur sömu skoðanir og ég á hinum ýmsu hlutum- og eins ef fólk er algjörlega ósammála og vill rökræða; það er frábært líka. Í mínu tilfelli efast ég ekkert um að ég eigi eftir rökræða meira og djamma oftar með þessari hressu stelpu (er nú þegar búin að djamma aftur með henni og annað partý er í bígerð).
Ef fólk talar saman á neti í gegnum blogg eða aðra miðla og hittist svo í lifanda lífi er ekki þar með sagt að það geti átt eins skemmtileg og áhugaverð skoðanaskipti þó svo að það hafi verið raunin í mínu tilfelli. Langt í frá. Stundum nær fólk þannig saman - stundum ekki. No big deal. En í raun get eflaust allir verið sammála um að tjáskiptaformið skiptir ekki öllu máli þegar áhugaverð málefni eru rædd.
.............. En ég meina hey, þið sem þekkið mig vel vitið hvernig og undir hvaða kringumstæðum ég segi þetta ;
Gaman að þessu.. :)
K8
Ég var stödd í teiti um daginn þegar ég var kynnt fyrir skemmtilegri ungri konu. Hún var lífleg og við áttum hresst og gott spjall saman. Við vorum búnar að tala saman í dágóðan tíma þegar hún segir við mig að hún lesi bloggið mitt. (Nú veit þessi manneskja eflaust að ég sé að tala um sig). Ég roðnaði. Ég roðnaði alveg ótrúlega mikið. Reyndar þarf ofboðslega lítið til að láta mig roðna en mér þótti þetta samt afar skemmtilegt. Sérstaklega í ljósi þess að ég skrifaði einhvern tímann um það hvað það væri fyndið að maður gæti lesið hina og þessa án þess að þeir hefðu hugmynd um það.
Ég vildi að fleiri gerðu þetta- þ.e. að ganga upp að einhverjum í lifanda lífi sem þeir "lesa" hérna í Netheimum og eiga samtal við þá. Það getur verið mjög áhugavert. Ég er allavega meira en til í að tala við einhvern sem hefur sömu skoðanir og ég á hinum ýmsu hlutum- og eins ef fólk er algjörlega ósammála og vill rökræða; það er frábært líka. Í mínu tilfelli efast ég ekkert um að ég eigi eftir rökræða meira og djamma oftar með þessari hressu stelpu (er nú þegar búin að djamma aftur með henni og annað partý er í bígerð).
Ef fólk talar saman á neti í gegnum blogg eða aðra miðla og hittist svo í lifanda lífi er ekki þar með sagt að það geti átt eins skemmtileg og áhugaverð skoðanaskipti þó svo að það hafi verið raunin í mínu tilfelli. Langt í frá. Stundum nær fólk þannig saman - stundum ekki. No big deal. En í raun get eflaust allir verið sammála um að tjáskiptaformið skiptir ekki öllu máli þegar áhugaverð málefni eru rædd.
.............. En ég meina hey, þið sem þekkið mig vel vitið hvernig og undir hvaða kringumstæðum ég segi þetta ;
Gaman að þessu.. :)
K8