Saturday, October 25, 2008
Thursday, October 23, 2008
Hug-mynd
Það er svo skrítið með þessa mynd sem maður hefur af hlutum í höfðinu á sér áður en þeir eiga sér stað. Svo byrja hlutirnir að gerast, maður fer á nýja staði og um leið verður til önnur mynd- raunverulega myndin.
Svo er eins og það verði erfitt að rifja upp þessa "for-hugmynd" þegar allt er byrjað að gerast og þegar maður er kominn í aðstæðurnar.
En þegar það tekst að rifja upp "for-hugmyndina" þá fæ ég fyndin kitling í magann, nostalgíu einhvern veginn. Af því svo ER allt bara.
Þetta er eins og að reyna að lýsa bragði sem ég hef aldrei fundið áður- mig skortir lýsingarorð.
K8
Svo er eins og það verði erfitt að rifja upp þessa "for-hugmynd" þegar allt er byrjað að gerast og þegar maður er kominn í aðstæðurnar.
En þegar það tekst að rifja upp "for-hugmyndina" þá fæ ég fyndin kitling í magann, nostalgíu einhvern veginn. Af því svo ER allt bara.
Þetta er eins og að reyna að lýsa bragði sem ég hef aldrei fundið áður- mig skortir lýsingarorð.
K8
Wednesday, October 22, 2008
K8 og gubbupestin
Ég er að jafna mig- síðastliðinn sólarhringur var tekinn út með herkjum- er viss um að ég hafi haldið vöku fyrir öllum íbúum hússins sl. nótt. Ég gubbaði á korters fresti frá kl. 1 um nóttina til að verða níu í morgun.
Gubbupest er bara versta pestin að fá þegar maður er einn og enginn getur haldið hárinu á manni frá andlitinu þegar maður bograr yfir klósettskálinni og lyppast svo örmagna niður á gólfflísarnar. Aftur og aftur og aftur...
Já ég er að v-æla....
- ehh whatever doesn't kill can will only make me stronger ehh-
Mbl.is bindindi er hafið til að stuðla að betri fjárhagslegri líðan- mæli með því.
K8
Gubbupest er bara versta pestin að fá þegar maður er einn og enginn getur haldið hárinu á manni frá andlitinu þegar maður bograr yfir klósettskálinni og lyppast svo örmagna niður á gólfflísarnar. Aftur og aftur og aftur...
Já ég er að v-æla....
- ehh whatever doesn't kill can will only make me stronger ehh-
Mbl.is bindindi er hafið til að stuðla að betri fjárhagslegri líðan- mæli með því.
K8
Tuesday, October 21, 2008
Sem minnir mig á það...
Hvað lifði Jesú lengi á vatni og brauði í eyðimörkinni? Eða bara vatni.. hmm... ? Hvernig var annars þessi dæmissaga eða frásaga af Jesú?
K8
K8
Kreppunámsmenn
Ég er kreppunámsmaður. Ég er íslenskur námsmaður í námi erlendis þegar íslenskt efnahagslíf hrynur með miklum látum. Aha- I know.
Við erum nokkuð mörg í þessari stöðu, erum líka hjá SÍNE búin að stofna facebook síðu.
Hvað verður um kreppunámsmennina? Hversu margir þurfa að hætta í námi og byrja að vinna fyrir lifibrauðinu sínu hérna í útlandinu? Hverjir snúa aftur heim og hvað verður um þá sem eftir eru á klakanum? Ég velti vöngum yfir því hvernig um þetta verður ritað í sögubókunum eftir nokkur ár.
Maður finnur að sögulegar sviptingar eru í gangi.
Ég á mér samt lakkrísdraum ;)
K8
Við erum nokkuð mörg í þessari stöðu, erum líka hjá SÍNE búin að stofna facebook síðu.
Hvað verður um kreppunámsmennina? Hversu margir þurfa að hætta í námi og byrja að vinna fyrir lifibrauðinu sínu hérna í útlandinu? Hverjir snúa aftur heim og hvað verður um þá sem eftir eru á klakanum? Ég velti vöngum yfir því hvernig um þetta verður ritað í sögubókunum eftir nokkur ár.
Maður finnur að sögulegar sviptingar eru í gangi.
Ég á mér samt lakkrísdraum ;)
K8
Monday, October 20, 2008
Skype
Er svo mikil snilld.
Ég get hlustað á Tómas spila á gítar og talað við kisurnar- og þær koma að skjánum! Og við blessaða móður mína get ég talað um ástina, lífið og allt hvað eina!
Það hlýtur að hafa verið allt önnur tilfinning að flytja til útlanda þegar ekkert var internetið né sími á hverju strái og bréfaskriftir lengi að berast sjóleiðina.
Er sjarminn farinn af þessu? Ég velti því fyrir mér...
Það er a.m.k sjarmi af nýju jólaseríunni minni :)
K8
Ég get hlustað á Tómas spila á gítar og talað við kisurnar- og þær koma að skjánum! Og við blessaða móður mína get ég talað um ástina, lífið og allt hvað eina!
Það hlýtur að hafa verið allt önnur tilfinning að flytja til útlanda þegar ekkert var internetið né sími á hverju strái og bréfaskriftir lengi að berast sjóleiðina.
Er sjarminn farinn af þessu? Ég velti því fyrir mér...
Það er a.m.k sjarmi af nýju jólaseríunni minni :)
K8