Já, komin heim í haustveðrið hér á Fróni eftir fimm daga dvöl í sól og hita í Kóngsins Köben...
Þetta var algjör snilld frá A-Ö. Ég var að heimsækja eðalkvendin Ingunni, Hafdísi og Írisi sem eru skólasystur mínar en sem stendur eru þær að nema matreiðslufræði þar ytra. Við djömmuðum rosalega mikið og lentum m.a. inn í einhverju einkapartýi útaf einhverri alþjóðlegri bankaráðstefnu sem var í gangi... Við vöktum mikla lukku enda var þorri gesta karlmenn um og yfir sextugt. En það var opinn bar og við fúlsum ekki við fríu áfengi o svei-NEI! Svo var það nú svo skemmtilegt að við hittum Norðmenn frændur mína þarna. Þá var þetta hópur verkfræðinga sem var samankominn að djamma í Köben, held að þetta hafi verið svona nokkurs konar hópefli sem var greinilega að svínvirka. Þeir voru svona ansi frambærilegir og voru ekkert að spara norsku krónurnar hvað drykkina varðaði og í því samhengi hef ég nú eignast nýtt uppáhalds skot : Galliano hot shot-.. þeir hafa náttúrulega olíuna og svoleiðis. Svo var náttúrulega verslað heilmikið pá Ströget.. kunni vel við mig þar og LOKSINS LOKSINS smitaðist ég af verslunar-bakteríunni og eina lyfið við henni er að strauja Atlann óspart sem var og gert... seinnitíma vandamál.
Svo var það líka svo ansi skemmtilegt að hún Íris fékk heimsókn frá móður sinni og systur og komu þær mjög sterkar inn í hönnunar-og lífstíls hornið á Gammel Kongvej 25. Þær hristu í sameiningu fram dýrindis kræsingar, túnfisk og furuhnetur, .. fylltar grísalundir og hvaðeina!! Ég hef bara sjaldan lent í eins svaðalegum málsverði, og vín í öllum litum og af öllum styrkleika... Lillan ég bara að gera góða hluti með þessum þroskuðu konum. Svo er líka gaman að segja frá því að ég hitti hana Völu snúllu mína og kærasta hennar á djamminu .. við tókum snúning af bestu gerð.. vííííí..
Myndir eru semsagt komnar inn..... P.s. þetta rauða og hvíta er makrílsalat með majonesi og þrátt fyrir að vera majones-aðdáandi mikill þá lét ég þetta ekki inn fyrir mínar varir... sussu svei ó -NEI.. :)
K8