Sunday, March 08, 2009

Val # 2

Ef valið er algjört þá þarf að finna viljann. Hvað vil ég velja- hvað vil ég gera. Hvert vil ég fara- hvaða vil ég upplifa, hvað vil ég sjá, heyra, njóta, borða, kynnast - hvað vil ég. Þá er valið einhvern veginn ekki lengur eitthvað fyrir utan sjálfa mig- það er algjörlega innan í mér. En samt fyrir áhrifum umhverfisins og alls sem ég hef nú þegar valið og ekki valið að upplifa.

Þetta er stanslaust í hausnum á mér, af hverju veljum við eins og við veljum og af hverjum gerum við það sem við gerum. Ég gerði við gammósíur áðan. Ég valdi að gera það- hitaði kaffi sérstaklega og kom mér vel fyrir, ég er ekki vön að sauma og hef ákveðnar skoðanir um sjálfa mig og saumaskap. Ég valdi bara að gera við þessar gammósíur af því mig langaði að upplifa það að sauma og gera við. Ég þurfti ekki að gera það- búin að dansa í þessum götóttu gammósíum í marga mánuði og gæti alveg eins gert það áfram, en það var einhver löngun til þess að framkvæma þessa athöfn og bara finna hvernig það er- án þess að dæma. Svo henti ég fullt af drasli í ruslið- mig langaði að hreinsa aðeins til.

Þegar ég vaknaði var sól og blár himinn - kristaltær og brakandi dagur beið mín. Mig langaði út að ganga sitja hjá ánni eins og vanalega og hugsa og skrifa. En nú er orðið skýjað og mig langar ekki lengur til þess að gera þetta. - Auðvitað gæti ég gert þetta, en er með svona "ég nenni því ekki tilfinningu".

"Ég nenni því ekki"-tilfinningin er reyndar svolítið sérstök. Það er talið neikvætt að vera latur og að nenna ekki. Procrastination. Ég veit það ekki- undanfarið hef ég bara ekki nennt neinu á undarlegan hátt, - ég geri það samt. Jú jú ég fer á fætur fer í skólann fæ mér að borða þvæ þvott skrifa BA ritgerð skrifa email blogga smá ... En það er samt löngun inni í mér til þess að verða hugfangin af einhverju og gjörsamlega missa mig í því, - geta ekki sofið vegna hugsana um það- ferðast til að uppgötva eitthvað nýtt, eyða ótaltíma í rannsóknir og að kynna mér hluti..... og einhvern veginn gleyma mér algjörlega í einhverju... en hverju- en hverju EN HVERJU? en það gerist einhvern veginn ekki. Kannski er það málið... kannski þarf ég að velja að missa mig í einhverju og velja að verða hugfanginn af einhverju.

Hugsa mikið um að skrifa- einmitt það "HUGSA" um það- geri það ekki- jú auðvitað núna, en samt. Sjálf þoli ég ekki að vera á leiðinni endalaust að gera eitthvað .. en svo gerir maður það einhvern veginn aldrei. Procrastianation. Kennir öðrum um- skorti á tíma, þurfti að gera þetta, þurfti að gera hitt- þetta er allt svo mikið bullshit. Ótrúlegt hvað 24 klukkustundir eru misjafnlega vel nýttar eftir einstaklingum. Maður býr til tíma.

K8.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home