Sunday, March 08, 2009

Val

Ég vel að skrifa þessa færslu. Ég hef ekkert að segja, en ég skrifa samt þessa færslu. Ég vel þessi orð, þessar setningar- en í sjálfu sér skipta þær engu máli núna- megin markmiðið er bara að skrifa eina færslu. Svo fer ég að sofa. - það er líka val. Ég gæti valið að vaka í alla nótt- af því bara. Ég gæti valið að klippa út myndir úr tímaritum og hengja þær á veggina. Það væri líka val. Ég gæti ákveðið að klæða mig upp, mála mig - fara í hælaskól drekka mig fulla á bar og heita Lise Lotte frá Noregi í viðskiptaferð. Ég gæti valið að gera það. Ég gæti valið að hætta í skólanum, báðum skólunum, og látið mig hverfa. Ég get valið að snoða á mér hausinn og sprauta mig með heróíni. Ég get valið að selja mig og græða evrur aukalega meðfram námslánunum. Ég get valið að breyta nafninu mínu. Ég get valið að ljúga um uppruna minn í hvert skipti sem ég hitti nýjan einstakling. Ég get valið að sofa hjá öllum strákunum í skólanum. Ég get valið að sofa hjá öllum stelpunum í skólanum. Ég get valið - það er nefnilega málið- ég á val og valið er mitt- en hvað vil ég velja. Allt er í boði. Allt. Líka að velja ekki. Bara pæling.

K8

0 Comments:

Post a Comment

<< Home