Hef tekið eftir því að undanförnu að fólk hlakkar alltaf til framtíðarinnar í stað þess að njóta dagsins, hvað þá að njóta augnabliksins. Við gerum oft of miklar kröfur til þess að lífið eigi að vera ofurskemmtilegt og fullt af nýjungum í stað þess að njóta hversdagsleikans og alls því skemmtilega er hann hefur uppá að bjóða. Fell ég í þá gryfju stundum sjálf en er meðvitað að reyna að njóta þess að vera í núinu og vera systir Pollýönnu á köflum.
Núið er jú það eina sem
ég veit að
er fyrir víst.
Tek daginn í dag (það sem búið er af honum)sem dæmi. Ég vaknaði kl. 10 til að undirbúa mig fyrir munnlegt próf í ensku. Hef staðið í gríðarlegri jafnréttisbaráttu varðandi námið að undanförnu og hlakkaði því mikið til að spreyta mig í enskri tungu-
í gegnum síma. Á slaginu 12 hringdi svo síminn, engum að óvörum var það kennarinn á hinum enda línunnar. Þar sem þetta var munnlegt próf í ensku þá þurfti ég að tjá mig um hin og þessi málefni og mátti ég velja milli þriggja staðhæfinga. Ég valdi þá fyrstu:
"Beauty contests are ridiculous. Do you agree or disagree?"Þessu var auðsvarað og naut ég þess til hins ítrasta að tjá skoðun mína á þessu. Komu skrif Hulksins góða að undanförnu að mjög miklu gagni og er það ein af þessu litlu tilviljunum sem kæta mann í skammdeginu. Ekki spillti það fyrir að sjá Hulkinn sjálfan kampakátan á Þjóðarbókhlöðunni skömmu síðar.
Síðar í munnlega prófinu þurfti ég að ræða offituvandamál Íslendinga og hversu mikill heilbrigðisvandi þetta ástand er orðið. Einnig auðvelt til útskýringar.
Ég var semsagt bara mjög kát að loknu þessu munnlega prófi og sannfærðist enn fremur um að jafnréttisbarátta mín muni bera árangur þegar upp er staðið.
Glöð í bragði hélt ég á þjóðarbókhlöðuna og las þar aðeins fyrir jólapróf
ið- Skemmtilegt ekki satt? Að ég fari bara í eitt próf? Jú mér finnst það líka :) Á heimleiðinni sá ég í baksýnisspeglinum ungan pilt bora í nefið.
Hann var að reyna að gera það laumulega en þar sem ég þjáist ekki af umhverfisblindu þá tók ég mjög vel eftir þessu. Eins konar þjóðháttarannsókn á rauðu ljósi. Svo borðaði hann horið. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og brosti.Gerum ekki of háar kröfur til hversdagsleikans- það er heimspeki dagsins.
K8