Friday, April 28, 2006

Setningarfræði

Fór með lokaverkefnið í prófarkarlestur í gær. Það var áhugavert en jafnframt mjög skemmtilegt. Mér var m.a. sagt að stytta setningar og að sumt væri bara norska. Þetta var nú ekki alveg svona slæmt samt.


Mérfinnstgamanaðprófahvernigþaðeraðskrifaánþessaðger
abilámillistafannaþaðernæstumeinsogégsébaraaðbullaenégerþa
ðekkiídagfórégísundégdattnánastofanámannnokkurnsem
satítröppunumásteinapottinumílaugardalslaugin
niheldhonumhafinúbaraþóttþaðfyndiðenþaðvarek
kitilaðbætaástandiðáökklanummínumansansökkliogé
gsemeraðfaraaðdansaáþessumökklainnanskammssvei
attanannarsvarégaðflettaígegnumfréttablaðiðáðanograkstáþes
salíkaleiðinleguvoltarendoloauglýsinguhúnferansimiki
ðítaugarnarámérþarsemþaðerenginnsemheldursvonautan
umhausinnásérþegarhannermeðhöfuðverkannarserégsjálfaðfáh
öfuðverkafþessustafaruglihérnaogfernúaðsetjapunktréttst
raxviðþesslöngusetninguhúnernúekkibeinlínistilfyrirmyndare
nþaðernokkurkúnstaðlesaútúrhennian
narsóskaégykkurgóðrarhelgarhvarsemþiðeruðstöddíverö
ldinninúkemurpunkturhér-->.

Gaman að þessu.

K8

Tuesday, April 25, 2006

Nýyrði: Stjarfklofi

Stjarfklofi:

1) Einhver sem setið hefur við tölvu í samfleytt 6 klst. eða lengur.

2) Einhver sem getur ekki haldið uppi samræðum vegna doða í heila sökum tölvugeisla

3) Einhver sem þarf á miklum sykri að halda með reglubundnu millibili til að halda einbeitingu

4) Einhver sem er svo fölur að hann er grænn

5) Einhver sem drekkur aðeins of margar 1/2 líters coke flöskur á dag

6) Einhver sem er kominn með þurrk í augnbotna útaf "oflestri" eins og augnlæknir orðar

7) Einhver sem samræmir ekki tal og hugsun

8) Einhver sem liggur útaf og lætur símann hvíla á eyranu í stað þess að halda á honum útaf þreytu í höndunum

9) Einhver sem fletti upp á orðinu "stjarfklofi" orðabók en það reyndist ekki vera alvöru orð

10) Einhver sem ætlar að fá sér fjórfaldan G&T og öskra "Takk og bless" 24. júní n.k.


Ég er einhver.

K8

Monday, April 24, 2006

bllaaaaaahhh

Mæli ekki með því að sitja fyrir framan tölvu í átta tíma.

K8

Saturday, April 22, 2006

Óvéfengjanlegur fréttamiðill

Ég fékk þessa skemmtilegu ábendingu frá honum Jónasi. Takk fyrir þetta... Ég brosti enn meira en vanalega og þá er nú mikið sagt :) :) :)

http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=3481

K8

Wednesday, April 19, 2006

Sumarkveðja frá graskallinum


Graskallinn í Eden bað mig að skila sumarkveðju til Netverja þar sem sumarið kemur á morgun. Hann er sígrænn og síkátur.

K8

Fólk

Á vegi okkar allra verður fólk. Þetta fólk er misjafnt eins og það er margt. Ég heillast af fólki yfir höfuð og finnst ótrúlega skemmtilegt að velta fyrir mér hversu mikil flóran af fólki er. Öll eigum við okkar sögu, okkar örstuttu sögu í þessari tilvist á þessari jörð. Og þær fléttast saman. Það er það sem mig langar svo að fá yfirsýn yfir. Ég vildi óska þess að vera stödd í mikilli mannþvögu og geta svifið fyrir ofan hana og þannig séð þetta risastóra tengslanet í heild sinni... geta fengið að fylgjast með því hvernig fólk hittist og ratar inn í líf hvers annars á hverjum degi. Á einfaldan máta má líkja þessu tengslaneti við Pacman tölvuleikinn... þar sem maður sér hvert hver og einn kall er að fara.

Það eru tengslanet víðar.... t.d. bara Internetið. Þar smellirðu bara á link og þá kemstu áfram og allt tengist. Blogg eru líka þannig. Ótrúlega skemmtilegt hvernig maður getur vafrað sig áfram inn á hin og þessi blogg án þess að fólk viti af því (nema einhvers konar trackbúnaður sé til staðar). Stundum kannast maður við fólkið sem er að skrifa og áttar sig á samhenginu hver viðkomandi er, þ.e. ef viðkomandi skrifar um það sem hann/hún gerir í sínu daglega lífi, birtir myndir eða tilgreinir nöfn vina sinna. Svo hef ég líka rambað inn á blogg sem mér finnst viðkomandi skrifa það skemmtilega og þenkjandi að ég myndi vilja hitta viðkomandi og ræða heimsmálin. Semsagt; maður les fólk í bókstaflegri merkingu.

Stundum hefur verið sagt að augun séu spegill sálarinnar. Vafasamt en hvur veit nema eitthvað sé til í því þar sem einhverjar rannsóknir hafa sýnt að fólk líti annað hvort upp til hægri eða vinstri þegar það lýgur. Man ekki hvort það var. Svo sér maður oft á fólki að það sé að ljúga m.a. á augunum og munnsvipnum. Maður reynir að vera svo alvarlegur og starir beint inn í augun, eins og að það sé leynilega uppskriftin að sannsögli.

En hversu vel er hægt að sjá inn í sál fólks í gegnum blogg? Er fólk almennt sjálfu sér samkvæmt í þessum miðli eða setur það upp eins konar grímu. Einhvern front sem endurspeglar engan veginn hver manneskjan er í raun og veru? Ég spyr mig stundum að þessu. Það er vissulega mun aðveldara að líta upp til hægri eða vinstri þegar setið er fyrir framan skjáinn.

K8

Saturday, April 15, 2006

Venjuleg saga




Venjulegur dagur hjá hr. Venjulegum í Venjulegalandi

Einu sinni sem oftar vaknaði hr. Venjulegur við vekjaraklukkuna sína. Hún hringdi, eins og venjulega, á slaginu 07:20. Hr. Venjulegur fór í sína venjulegu sturtu, klæddi sig og fékk sér að borða. Það var það sama og venjulega, cornflakes með léttmjólk. Að venju fletti hr. Venjulegur Fréttablaðinu (en sleppti að lesa bakþankana af því að það var trúaráróður frá Jóni Gnarr) ásamt Mogganum. Að lokum kyssti hann frúna venjulega morgunkossinum bless og hélt svo til vinnu. Sinnar venjulegu vinnu. Allt var svo ofsalega venjulegt... það var næstum óvenjulegt.

Hr. Venjulegur keyrði alltaf sömu leiðina í vinnuna, hlustaði alltaf á morgunþátt Bylgjunnar og lenti á rauðu ljósi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Það brást ekki. Hr. Venjulegur vonaðist alltaf til þess að finna hina einu sönnu “ást á rauðu ljósi” en eins og venjulega var bara einhver gamall karl með hatt við hliðina á honum. Svekk.

Hr. Venjulegur fann svo loksins bílastæði þegar klukkan var 2 mínútur yfir átta, hann vissi að hann var orðinn seinn- en það var venjan. Í lyftunni á leið upp á “fjórðu” mætti hr. Venjulegur iðulega sætu ritarastelpunni sem brosti hæversklega til hans, en hún fór út á annarri hæð. Svekk. Herra Venjulegur óskaði þess alltaf að lyftan yrði stopp því hugsanlega- hugsanlega þá fengi hann loksins að kynnast þessu rómaða “lyftu-kynlífi” sem alltaf er talað um í bíómyndunum. En eins og venjulega þá stoppaði lyftan ekki. Svekk.

Hr. Venjulegur var kominn með nóg af sínu hversdagslega lífi. Allt var bara eitthvað svo venjulegt. Hjónabandið, börnin, afborganirnar, árlega ættarmótið þar sem allir voru leiðinlegir og hann þekkti engan hvort eð er. Að fara í “gymmið” eftir vinnu og hitta “félagana” einu sinni í viku. Þetta var allt svo venjulegt. Herra venjulegur tók ákvörðun þennan dag. Hann ákvað að gera alltaf óvenjulega hluti hér eftir. Hann skyldi svoleiðis lifa á ystu nöf og vera framúrstefnulegur að annað eins hefði ekki sést í marga áratugi. Já, uppfrá þessu skyldi hr. Venjulegur verða HR. ÓVENJULEGUR. Vinsældir hans skyldu verða gríðarlegar. Hann skyldi njóta jafnmikillar hylli og bumbubaninn og bláa fótanuddtækið- nema hann skyldi svo sannarlega ekki enda niðri í geymslu. Ó nei, hr. Óvenjulegur var kominn til að vera.

Herra Óvenjulegur stóð upp og í stað þess að klæða sig í frakkann sinn þá fór hann úr fötunum og fór í lyftuna og hélt heim á leið. Venjulega hefði hann ekki hitt sætu ritarastelpuna á niðurleið en af því þetta var upphafið á nýju lífi hr. Óvenjulegs þá að sjálfsögðu hitti hann sætu ritarastelpuna á niðurleið og það reyndist ekki þörf á að stoppa lyftuna. Frá annarri hæð og niður á jarðhæð áttu þau stórkostlegt “lyftu-kynlíf”- alveg eins og í bíómyndunum. Ekkert svekk.

Að svo búnu hélt hr. Venjulegur heim á leið, glaður í bragði. Hann lenti ekki í venjulegu umferðarteppunni á leiðinni heim í venjulega parhúsið sitt í Hafnarfirði. Hann lenti að vísu á rauðu ljósi á Miklubraut/Kringlumýrarbraut en það var gyðja við hliðina á honum. Sem var óvenjulegt. Ekkert svekk.

Í stað þess að stoppa heima hjá sér keyrði hr. Óvenjulegur til Keflavíkur og tók flugvél til Óvenjulegslands þar sem hann lifði sælulífi það sem eftir var. Aldrei fleiri gluggapóstar, afborganir, ljótir krakkar og nöldrandi eiginkona. Aldrei fleiri venjulegir dagar með hinni venjulegri rútínu. Aldrei fleiri venjuleg og leiðinleg ættarmót. Hér eftir yrði allt breytt. Hér eftir yrði allt óvenjulegt.

Endir.

K8

Friday, April 14, 2006

Food for thought

"Nature is not cruel, pitiless, indifferent. This is one of the hardest lessons for humans to learn. We cannot admit that things might be neither good nor evil, neither cruel nor kind, but simply callous -- indifferent to all suffering, lacking all purpose."

Richard Dawkins.







K8

Wednesday, April 12, 2006

danzi-danz

Þessi er á leið í Listaháskóla Íslands í haust :)



K8

Monday, April 10, 2006

Athyglishlé

Ég vil ekki meina að ég eigi stundum við athyglisbrest að stríða. Hvorki á kaffihúsum né annars staðar. Ég kýs að kalla þetta "athyglishlé"- það hljómar betur. Sat við lærdóm í dag á hlöðunni og ákvað að taka mér slíkt hlé. Þetta varð afraksturinn.



K8

Sunday, April 09, 2006

Á að vera að læra núna en...

...sá þetta á post-its miða hjá vinkonu nokkurri og fannst einkar sniðugt. Ofsalega er Paint vanmetin afþreying :)


K8

Saturday, April 08, 2006

Tvennu stjórnar maður ekki...

... Annars vegar veðrinu og svo hins vegar öðru fólki...

Þegar spáð hefur verið sólskini og 20°c hita en verður svo bara súld og rigning þá verð ég svekkt.. reyndar alveg einstaklega vonsvikin. Eins er þetta þegar ég tel mig þekkja fólk og vita hvaða mann það hefur að geyma en svo kemur allt annað á daginn. Það getur verið svekkjandi að treysta á tvo slíka hverfula hluti, þ.e. veðrið og annað fólk.

Til þess að fyrirbyggja að plön breytist útaf þessum tveimur hlutum, þ.e. veðrinu og öðru fólki þá er um að gera að búa sig vel. Oft hefur heyrst að ekki sé til vont veður- aðeins slæmur útbúnaður.

Hvað er þá til bragðs að taka?
Tek ég með mér kraftgalla til Mallorca eða klæðist hringabrynju allan liðlangan daginn til að gefa ekki höggfæri á mér?


Nei.

-En gera verður ráð fyrir hverfulleikanum og læra af reynslunni, þótt erfitt sé á köflum.

K8

Tuesday, April 04, 2006

Planet Earth



Magnþrungin þáttaröð hefur hafið göngu sína á RÚV.
Mánudagskvöld kl. 21:00- ekki missa af þessu.

K8